Samfylkingin niður í 27% og VG út af þingi

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Arnþór

Samfylkingin tapar þremur prósentustigum á milli mánaða samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Vinstri græn næðu ekki manni inn á þing og Framsókn mælist með undir 7% fylgi. 

Þetta kom fram í útvarpsfréttum Ríkisútvarpsins klukkan 18. 

Samfylkingin mælist með 26,9% % fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 18,5% fylgi. Framsókn mælist aðeins með 6,6% fylgi en mældist með um 9% fylgi fyrir mánuði síðan. 

Miðflokkurinn bætir við sig

Miðflokkurinn bætir við sig einu prósentustigi á milli mánaða og er nú með 14,5% stuðning. 

Viðreisn mælist með 9,4% fylgi og Flokkur fólksins 7,7% fylgi. Vinstri græn mælast með 4% fylgi og næðu ekki manni inn á þing, eins og í síðasta þjóðarpúlsi. 

Píratar mælast með 8,8% fylgi og Sósíalistar með 3,5% fylgi.

28% svarenda sögðust styðja ríkisstjórnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert