Stefán E. Stefánsson
„Fyrir mér snýst þetta líka um byggðamál. Við erum með fimmtíu og eitthvað verslanir og við erum að tryggja störf úti á landi.“
Þetta segir Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, í umræðum á vettvangi Spursmála um áfengisverslun á Íslandi. Er hún gestur þáttarins ásamt Arnari Sigurðssyni, vínkaupmanni í Santé.
Hitnar verulega í kolunum í umræðunni eins og sést í myndbrotinu hér að ofan.
Bregst Arnar ókvæða við þessari röksemdafærslu Hafdísar sem aftur spyr Arnar:
„Framsóknarflokkurinn hefur alltaf talað fyrir landsbyggðinni. Og mun alltaf gera. En hvernig ætlum við, ef við leggjum niður ÁTVR, að tryggja öllu þessu fólki störf? Ætlar þú að gera það, að opna útibú á Reyðarfirði og annars staðar [..] hvernig ætlum við að tryggja, þú vilt leggja niður ÁTVR, ég er ekki þar. En ég vil rýmka regluverkið þannig að við getum öll starfað í sátt og samlyndi innan lagarammans.“
Viðtalið við Arnar og Hafdísi Hrönn má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.