Þekktur ofbeldismaður í þriggja ára fangelsi

Guðmundur hefur áður vakið athygli í fjölmiðlum fyrir ofbeldi sitt …
Guðmundur hefur áður vakið athygli í fjölmiðlum fyrir ofbeldi sitt gagnvart konum. mbl.is/Þór

Guðmundur E. Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu í september árið 2021 í Vestmannaeyjum.

Hann hefur áður verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás á hendur fyrrum sambúðarkonu auk brots gegn nálgunarbanni.

Þá vakti hann áður athygli í fjölmiðlum þegar hann tók 15 ára gamla stúlku með sér um borð í fiskveiðibát í Vestamanneyjum og var í kjölfarið handtekinn í Reykjanesbæ.

Kom á land degi fyrir nauðgunina

Guðmundur er nú sakfelldur í máli þar sem hann sló konu nokkrum sinnum með flötum lófa í andlitið, reif í hár hennar, tók hana kverkataki, þannig að hún átti erfitt með andardrátt, og hélt henni niðri á meðan hann nauðgaði henni, en hann lét ekki af háttseminni þrátt fyrir að brotaþoli hefði ítrekað beðið hann að hætta.

Guðmundur var skipverji sem hafði komið á land degi fyrir nauðgunina.

DNA-rannsókn sannar að hann átti samræði við konuna þrátt fyrir að hann hafi upphaflega borið við minnisleysi. Kvaðst hann hafa verið ölvaður, hafa reykt mikið kannabis og neytt kókaín eða amfetamín.

Hélt henni niðri og kyrkti hana

„Óumdeilt er að þegar ákærði og brotaþoli hófu samræði lá fyrir samþykki brotaþola. Hún féll síðan frá þegar ákærði tók að beita hana ofbeldi. Fyrst hafi hann togað í hár hennar og slegið hana utan undir og hún þá beðið hann að hætta því og þau þá haldið áfram að hafa samræði.

Ákærði hafi síðan slegið brotaþola aftur og þá hafi hún viljað hætta. Er ekkert fram komið sem bendir til þess að ákærði hafi mátt ætla að hann mætti halda áfram að slá hana eftir að hún bað hann að hætta því. Í kjölfar þessa beitti ákærði brotaþola grófu ofbeldi, þ.e. tók hana kverkataki þannig að hún átti erfitt með andardrátt og sló hana a.m.k. tvisvar í andlitið á meðan.

Er ekkert fram komið sem bendir til þess að ákærði hafi mátt ætla að brotaþoli hafi verið samþykk því. Kvaðst brotaþoli hafa gefið ákærða það skýrt til kynna að hún vildi hætta samræðinu með orðum og með því að reyna að komast undan honum en hann þá haldið henni niðri, annars vegar með hálstaki og hins vegar með því að halda um mjaðmir hennar á meðan hann hafði samræði við hana, og nýtt sér þannig líkamlega yfirburði sína,“ segir í dómnum.

Er honum gert að greiða brotaþola tvær milljónir króna.

Sýknaður af annarri ákæru

Var um að ræða tvö sakamál sem voru sameinuð en hann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að þáverandi sambúðarkonu sinni í Hafnarfirði árið 2020.

Guðmundur var sýknaður af þeirri ákæru.

Konan sem um ræðir er Kamilla Ívarsdóttir sem vaki þjóðarathygli fyrir frásögn sína af ofbeldissambandi sínu með honum.

Áður dæmdur fyrir hrottalegt ofbeldi

Guðmundur var í apríl árið 2020 dæmd­ur í tólf mánaða fang­elsi fyr­ir brot gegn tveim­ur fyrr­ver­andi kær­ust­um sín­um, þar á meðal Kamillu.

Var hann dæmd­ur fyr­ir hrotta­legt of­beldi í garð fyrr­ver­andi kær­ustu sinn­ar sem þá var sautján ára sem og hót­an­ir í garð barn­s­móður sinn­ar sem hann kynnt­ist þegar hún var fjór­tán ára og hann sautján.

Var dóm­ur­inn þá mildaður vegna ald­urs hans, en hann var rúm­lega tví­tug­ur þegar hann framdi brot­in. Þá játaði hann einnig á sig brot­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert