96 sagt upp í hópuppsögnum í júní

Vinnumálastofnun birti tilkynningu um hópuppsagnir júnímánaðar í gær.
Vinnumálastofnun birti tilkynningu um hópuppsagnir júnímánaðar í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í júní. Uppsagnirnar ná til 96 starfsmanna í farþegaflutningum og fiskvinnslu.

Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu ágúst til október á þessu ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun.

Náttúruhamfarir orsök breytinga

Í byrjun júnímánaðar var greint frá uppsögn 56 starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjarnar hf. í Grindavík.

Krefjandi aðstæður vegna jarðhræringa voru sagðar hafa leitt til breytinga á starfsemi fyrirtækisins.

Um miðjan júní bárust svo fréttir um að Icelandair hefði sagt upp 57 flugmönnum til að aðlaga mönnun að flugáætlun félagsins í vetur.

Kom þá fram að flugmennirnir myndu láta af störfum 1. október en að flugfélagið gerði ráð fyrir að geta boðið þeim starf aftur næsta vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert