Ekki útlit fyrir lausasölu á næstunni

Í svari ráðherrans segir að þessi hindrun hafi þó ekki …
Í svari ráðherrans segir að þessi hindrun hafi þó ekki áhrif á þá dreifingu sem þegar er til staðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist vinna með Lyfjastofnun Íslands til að tryggja að nefúðalyfið naloxón komist í lausasölu hér á landi. Kemur þetta fram í skriflegu svari ráðherrans til Morgunblaðsins.

Naloxón-nefúði er mótefni við of stórum skammti ópíóíðalyfja og er það notað sem neyðarmeðferð. Lausasala á lyfinu í apótekum hefur verið í skoðun hjá ráðuneytinu síðan í apríl í fyrra en ekki er útlit fyrir að svo verði á næstunni vegna hindrana sem snúa að markaðsleyfi. Samningsskuldbindingar markaðsleyfishafa lyfsins í Noregi við þriðja aðila eru stærsta hindrun þess að lyfið verði að lausasölulyfi hér.

Í svari ráðherrans segir að þessi hindrun hafi þó ekki áhrif á þá dreifingu sem þegar er til staðar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert