Lokað í Sundhöll Seyðisfjarðar vegna manneklu

Seyðisfjörður er vinsæll viðkomustaður ferðamanna á sumrin og þá er …
Seyðisfjörður er vinsæll viðkomustaður ferðamanna á sumrin og þá er gott að skella sér í sund í leiðinni, en það verður einhver bið á því að það verði hægt. mbl.is/Sigurður Bogi

Sundhöll Seyðisfjarðar hefur verið lokuð frá því um miðjan júní vegna manneklu en erfiðlega hefur gengið að ráða starfsfólk við sundlaugina þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að sögn Dagnýjar Erlu Ómarsdóttur umsjónarmanns sundlaugarinnar.

Óvíst er hvenær hægt verður að opna laugina aftur. Nú þegar búið sé að ráða starfsmenn, þá þurfi að senda þá á námskeið fyrir starfsmenn sundlauga en þau séu nýbúin og ekki víst enn þá hvenær verði hægt að bjóða upp á slík námskeið aftur.

Því sagði Dagný óvíst hvenær hægt yrði að opna sundlaugina á ný en hún vonast til þess að það geti orðið sem fyrst og áður en hátíðin Lunga hefst í bænum, þ. 15. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert