Opna inn í Öskju

Opnað hefur verið fyrir umferð um Öskjuleið inn að Dreka.
Opnað hefur verið fyrir umferð um Öskjuleið inn að Dreka. Ljósmynd/Dóra Magnúsdóttir

Vegurinn inn í Öskju hefur verið opnaður, auk vegarins inn í Kverkfjöll og nokkurra fleiri fjallvega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þessa dagana bætast hratt við þeir fjallvegir sem er verið að opna fyrir sumarið.

Þeir fjallvegir sem voru að opna í dag eru:

  • Öskjuleið (F88)
  • Austurleið á milli Öskjuleiðar og Kverkfjallaleið (F910)
  • Austurleið, Vikursandur (F910)
  • Arnarvatnsvegur á milli Norðlingafljóts og Arnavatns (F578)

Enn er þó stærstur hluti Sprengisands lokaður, sem og Skagafjarðarleið, Eyjafjarðarleið, Dragaleið, Gæsavatnaleið, stærsti hluti Austurleiðar, hluti af Fjallabaksleið syðri, hluti af Stórisandur, auk fleiri minni svæða, líkt og sjá má á korti Vegagerðarinnar.

Nýjasta Hálendiskort Vegagerðarinnar gildir frá og með deginum í dag.
Nýjasta Hálendiskort Vegagerðarinnar gildir frá og með deginum í dag. Kort/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert