Rannsóknin beindist að Polar Nanoq

Polar Nanoq rataði einnig í fréttir árið 2017.
Polar Nanoq rataði einnig í fréttir árið 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn á kynferðisbroti, sem laut meðal annars að skipverjum grænlenska togarans Polar Nanoq, er nú lokið.

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Polar Nanoq og skipverjar þess hafi tengst rannsókn málsins í samtali við mbl.is í dag.

Lögreglan hóf rannsókn máls vegna gruns um kynferðisbrot í Hafnarfirði í júní en ekki var þá staðfest hvort rannsóknin beindist að skipverja um borð í togaranum.

Útgerðar­stjóri Sigguk A/​S, sem er undir hatti Polar Seafood, hélt því þá fram að fregn­ir af meintu kyn­ferðis­broti skip­verja Pol­ar Nanoq væru rang­ar. Sagði hann engan skipverja togarans liggja undir grun um kynferðisbrot.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn neitaði svo að útiloka að rannsóknin beindist að skipinu, í samtali við mbl.is 11. júní.

Ákærusvið ákveður framhald málsins

Að sögn Ævars er rannsókn málsins lokið og málið komið til afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem taka muni ákvörðun um framhald þess.

Polar Nanoq rataði einnig í fréttir árið 2017 eftir að skipverjinn Thom­as Møller Ol­sen myrti Birnu Brjánsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert