Segir ekkert til í því að bindingarefnið sé verra

Bergþóra Þorkelsdóttir
Bergþóra Þorkelsdóttir Ljósmynd/mbl.is

„Nei það er ekkert til í þessu, en þetta er hins vegar mjög lífseigt,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is er hún var spurð að því hvort efnið sem notað er til bindinga í bundu slitlagi sé verra en áður.

„Það er mjög langt síðan að menn fóru og gerðu breytingar á innihaldsefnum klæðingar og fyrsta sem þarf alveg að hafa á hreinu er það að slitlag er annars vegar malbik og hins vegar klæðing,“ segir Bergþóra. 

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Malbik nauðsynlegt á sumum vegum

Hún segir að langstærsti hluti vegakerfisins sé með klæðingu. Malbikið sé miklu sterkara og dýrara og ef ekki væri fyrir klæðingu, þá væri ekki 96% umferðarinnar á bundnu slitlagi. 

„En nú erum við komin á þann stað að við erum með klæðingu á vegum þar sem við þyrftum nauðsynlega að hafa malbik, af því að vegirnir eru orðnir miklu umferðameiri en þeir voru,“ segir Bergþóra.

Umferðarþungi veldur blæðingum

Bergþóra segir að klæðing sé ágætis valkostur fyrir umferðarminni vegi en ekki góður valkostur fyrir mjög umferðarþunga vegi. 

„Þá erum við að sjá auknar sumarblæðingar til dæmis á heitum dögum og það er vegna þess að við erum að nota slitlag sem að þolir ekki þessa miklu umferð á sama hátt og malbik myndi gera,“ segir hún. 

Betur sett með malbik til lengri tíma litið

Telur þú að það gæti orðið ódýrara að leggja malbik ef horft er lengra fram í tímann miðað við viðhaldskostnað á klæðingu?

„Á sumum vegum, þetta fer alfarið eftir umferðarmagni og á sumum vegum erum við klárlega komin á þann stað, að með svona langtímamarkmið að leiðarljósi værum við betur sett með malbik, en það þarf að hafa fé í startið og við höfum verið afar illa fjármögnuð í viðhaldi núna undanfarið og náttúrulega verðlagsþróun verið líka erfið.

En þetta er nú svona, þetta er þetta sama málefni, þessi innviðaskuld og þessi aukna notkun og breytta notkun á samgöngukerfinu,“ segir Bergþóra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert