Svartklæddur á svörtu hjóli í Hvalfjarðargöngunum

Það er ýmislegt bannað í Hvalfjarðargöngunum, þar á meðal að …
Það er ýmislegt bannað í Hvalfjarðargöngunum, þar á meðal að hjóla. mbl.is/Sigurður Bogi

Nú rétt í þessu barst vegagerðinni tilkynning um hjólreiðamann í Hvalfjarðargöngunum. Lögreglan er komin til móts við hann í göngunum og fylgir honum út. Göngunum hefur ekki verið lokað og verður það að öllum líkindum ekki.

Hjólreiðamaðurinn er lítt sjáanlegur, svartklæddur á svörtu hjóli með svarta tösku.

Þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni, Sveinbjörn Hjálmarsson, segir að engin sekt sé fyrir að hjóla í gegnum göngin og þar með stífla umferð, skapa slysahættu og vera valdur þess að göngunum sé lokað í sumum tilfellum.

Viðurlögin eru skömmin

„Viður­lög­in eru eig­in­lega skömm­in. Því þú hef­ur Tesl­una [lög­reglu­bílinn] á blikk­andi bláu keyr­andi á eft­ir þér á meðan þú hjól­ar upp úr göng­un­um.

Það er óhætt að segja það að hjól­reiðar­mann­in­um líður ekk­ert sér­stak­lega vel þegar hann er kom­inn upp úr göng­un­um eft­ir að hafa haft lög­reglu­bíl­inn fyr­ir aft­an sig,“ sagði kollegi Sveinbjörns hjá Vegagerðinni, Svanur Þorvaldsson, í samtali við mbl.is í seinustu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert