Þeim grímuklæddu sleppt eftir yfirheyrslu

Fimmenningarnir yfirgáfu vettvanginn á bifreið sem lögreglan stöðvaði stuttu seinna.
Fimmenningarnir yfirgáfu vettvanginn á bifreið sem lögreglan stöðvaði stuttu seinna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að yfirheyra þá fimm einstaklinga sem lögregla handtók rétt eftir miðnætti, en lögreglan fékk tilkynningu um fimm grímuklædda einstaklinga að brjóta útidyrahurð á heimili þess sem tilkynnti á Kjalarnesi.

Fimmmenningarnir yfirgáfu vettvanginn á bifreið sem lögreglan stöðvaði stuttu seinna. Þeir voru handteknir vegna gruns um þjófnað og húsbrot og voru vistaðir í fangaklefa. 

Að sögn Hafdísar Albertsdóttur, aðalvarðstjóra, voru þeir yfirheyrðir í morgun og voru síðar leystir úr haldi. Hún segir að málið sé til rannsóknar en að enginn hafi orðið fyrir meiðslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert