Þyrla LHG kom slösuðum göngugarpi til bjargar

Göngugarpurinn slasaðist á Brennisteinsöldu.
Göngugarpurinn slasaðist á Brennisteinsöldu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Landhelgisgæslunnar (LHG) var á áttunda tímanum kölluð út til að sækja göngugarp sem slasaðist á fæti nálægt Landmannalaugum.

Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Slysið átti sér stað fyrr í kvöld á Bláhnjúki en ekki er ljóst hvort að maðurinn sé fótbrotinn eða ekki. Landverðir treystu sér ekki til þess að bera hann og því var ákveðið að fá aðstoð LHG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert