Vísað úr landi eftir verslunarmannahelgi

Yazan og fjölskyldu hans verður vísað úr landi eftir verslunarmannahelgi.
Yazan og fjölskyldu hans verður vísað úr landi eftir verslunarmannahelgi. Ljósmynd/Aðsend

Þriggja manna palestínskri fjölskyldu verður vísað úr landi eftir verslunarmannahelgi, en upphaflega stóð til að vísa þeim úr landi í byrjun júli. 

Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá.

Málið hefur vakið athygli en sonur foreldranna er Yaz­an Tamimi, 11 ára gamall drengur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­.

Albert segir að lögreglan hafi tilkynnt þeim þetta nýlega en ekki gefið útskýringar á frestuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka