Þriggja manna palestínskri fjölskyldu verður vísað úr landi eftir verslunarmannahelgi, en upphaflega stóð til að vísa þeim úr landi í byrjun júli.
Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá.
Málið hefur vakið athygli en sonur foreldranna er Yazan Tamimi, 11 ára gamall drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóm.
Albert segir að lögreglan hafi tilkynnt þeim þetta nýlega en ekki gefið útskýringar á frestuninni.