Ákvörðun Ferðamálastofu haldin annmörkum

Ákvörðun Ferðamálastofu var felld úr gildi með úrskurði ráðuneytisins.
Ákvörðun Ferðamálastofu var felld úr gildi með úrskurði ráðuneytisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun fjárhæðar tryggingar og iðgjalds ferðaskrifstofu fyrir pakkaferðir hefur verið felld úr gildi. Ber stofnuninni að endurákvarða fjárhæð tryggingar og iðgjaldsins vegna annmarka fyrri ákvörðunarinnar.

Þetta kemur fram í úrskurði menningar- og viðskiptaráðuneytisins.

Málavextir eru þeir að Ferðamálastofa hækkaði fjárhæð tryggingar og iðgjalds ferðaskrifstofunnar. Kærði hún ákvörðunina til ráðuneytisins og taldi þetta kippa fótum undan rekstri ferðaskrifstofunnar yrði ákvörðunin ekki endurskoðuð.

Studdust við of hlutlæg viðmið

Ákvörðunin um að hækka trygginguna á stoð í reglugerð sem kveður á um að ef „sérstök áhætta“ sé falin í rekstri ferðaskrifstofunnar megi hækka trygginguna. Ferðaskrifstofan taldi engin rök fram komin sem studdust við að áhættan væri sérstakari hjá henni en öðrum stofum.

Ferðamálastofa studdist við viðmið um eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall þegar tryggingarfjárhæðin var ákvörðuð.

Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að Ferðamálastofa hafi brotið gegn reglunni um skyldubundið mat stjórnvalda með því að notast við viðmið um eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall við ákvörðun fjárhæðar tryggingar. Taldi ráðuneytið það of hlutlæg viðmið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert