Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann vegna líkamsárásar í hverfi 105. Var maðurinn vistaður í fangageymslu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki koma fram frekari upplýsingar um árásina.
Í hverfi 104 var tilkynnt um þjófnað úr heimahúsi. Fram kemur í dagbók lögreglu að gerandi sé ókunnur.
Þá stöðvaði lögregla ökumann í miðbænum, en hann reyndist vera sviptur ökuréttindum og við leit í bifreiðinni fundust ætluð fíkniefni. Ökumaðurinn var laus að lokinni skýrslutöku.
Einnig var ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 104. Bifreiðin var á nagladekkjum og fær ökumaðurinn því sekt.
Í sama hverfi var annar ökumaður stöðvaður fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað.
Í Hafnarfirði var tilkynnt um þjófnað úr verslun. Í dagbók lögreglu segir að málið hafi verið afgreitt á vettvangi. Í Mosfellsbæ var sömuleiðis tilkynnt um þjófnað úr verslun, málið var afgreitt á vettvangi.
Í Breiðholti var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr heimahúsi. Einn maður var handtekinn í tengslum við málið og var hann vistaður í fangageymslu.
Þá lenti leigubifreiðastjóri í vandræðum með farþega í Breiðholti, en hann neitaði að borga reikninginn. Skýrsla var ritum um málið.
Í Breiðholti var maður einnig handtekinn vegna skemmdarverka. Hann var vistaður í fangageymslu.