Hvort er erfiðara Everest eða norðurpóll?

Haraldur Örn Ólafsson hefur gengið á bæði suður- og norðurpólinn. Hann hefur líka klifið hæstu fjöll hverrar heimsálfu og gerði það reyndar á einu ári.

Almennt horfir fólk á norðurpólinn og fjallið Everest sem mestu þrekraunirnar. En hvað segir sá sem hefur lokið báðum þessum risavöxnu verkefnum, hvort er erfiðara.

Svarið kann að koma á óvart en í stuttu máli er það - bæði. Í viðtalinu sem fylgir fréttinni útskýrir Haraldur Örn í Dagmálum hvernig það má vera.

Ræðir Everest-mynd Baltasars

Hann ræðir líka Hollywood kvikmynd Baltasars - Everest sem fjallar um hádramatíska sannsögulega atburði sem áttu sér stað á toppi þessa hæsta fjalls heims.

Everestfjall er 8.850 metrar og þar notast flest allir fjallgöngumenn við súrefnisgrímur sem þó gera ekki nema hjálpa, eins og Haraldur Örn ræðir.

Hann lýsir á skemmtilegan hátt í byrjun viðtalsins hversu mikil og óseðjandi matarlystin var eftir að hann kom úr þrekrauninni á norðurpólnum.

Þjónustustúlka á veitingastað í Boston stoppaði hann af þegar hann ætlaði að halda áfram að panta, eftir að hafa innbyrt meira en talist getur eðlilegt fyrir grannvaxinn mann.

Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert