Kári nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78

Kári Garðason er nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Kári Garðason er nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Ljósmynd/Aðsend

Kári Garðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna '78.

Kári tekur við starfinu af Daníel E. Arnarsyni sem hefur gegnt stöðunni undanfarin sjö ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.  

Kári er menntaður íþróttafræðingur með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Hann kemur til Samtakanna '78 eftir starf sem framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Gróttu, þar sem hann leiddi félagið í gegnum mikilvæga þróunartíma. Áður starfaði hann sem aðstoðarskólastjóri í Dalaskóla í Reykjavík, að því er segir í tilkynningunni.  

Rétta manneskjan í réttindabaráttu

„Við erum afskaplega spennt að fá Kára til liðs við okkur,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78, í tilkynningu.

„Samtökin hafa vaxið gríðarlega síðustu ár og við erum þess fullviss að hann sé rétta manneskjan til þess að fylgja þeim vexti eftir. Kári hefur mikið fram að færa í baráttunni fyrir réttindum og sýnileika hinsegin fólks á Íslandi,“ segir Bjarndís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert