Vegir landsins: Hvar er klæðing og hvar er malbik?

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir nauðsynlegt að umferðarþyngstu vegir landsins séu malbikaðir frekar en að þeir beri klæðingu.

Langstærsti hluti vegakerfisins er með klæðingu og á vegum sem þyrfti nauðsynlega að hafa malbik sem slitlag.

Á meðfylgjandi kortum hér fyrir neðan má sjá vegina sem eru malbikaðir og með klæðingu. Malbikuðu vegirnir eru rauðir á lit en klæðing á vegum er merkt með bláum lit. Vegirnir í jarðgöngunum eru allir malbikaðir.

Unnið að malbikun á Reykjanesbraut í vor.
Unnið að malbikun á Reykjanesbraut í vor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Getur verið dýrt að vera fátækur

Hvaða vegir eru það sem Vegagerðin telur að þurfi helst að vera malbikaðir?

„Við erum fyrst og fremst að tala um umferðarmestu vegina. Það eru dæmigert vegirnir út frá höfuðborgarsvæðinu og svo geta verið mjög umferðarmiklir vegir eins og Biskupstungnabraut þar sem er komið malbik að hluta til á – og svo eru vegspottar sem eru undir miklu álagi vegna þungaflutninga,“ segir Bergþóra við mbl.is.

Hún segir að umferðin hafi vaxið umfram það sem Vegagerðin geti uppfært klæðingu yfir í malbik. Spurð út í mun á verði á malbiki og klæðingu segir Bergþóra:

„Malbikið er fjórum til fimm sinnum dýrara heldur en klæðing, en þegar umferðarþunginn er orðinn jafn mikill og raun ber vitni á sumum vegum er malbik nauðsynlegt og getur líka orðið hagkvæmara. En það getur verið dýrt að vera fátækur,“ segir Bergþóra.

Malbikuðu vegirnir eru rauðir á lit en klæðing á vegum …
Malbikuðu vegirnir eru rauðir á lit en klæðing á vegum er merkt með bláum lit. Kort/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert