Alvarlegt Umferðarslys nálægt Gígjukvísl

Þyrla Landhelgisgæslunnar lokar þjóðveginum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lokar þjóðveginum. Ljósmynd/Gísli Reynisson

Alvarlegt mótorhjólaslys varð nálægt Gígjukvísl á Skeiðarársandi rétt í þessu. Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi liggur ekki fyrir hvað gerðist annað en að maður hafi fallið af bifhjóli. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. 

Umferð er stýrt framhjá vettvangi og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi er á leiðinni á slysstað.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á svæðið og þverar veginn, eins og sjá má á þessum myndum sem vegfarandi sendi mbl.is.

Uppfært klukkan 18.37:

Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti fyrir skömmu að slysið hafi orðið um klukkan 16 í dag. Ökumaður bifhjólsins hafi fallið af því og hafnað utan vegar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þegar sótt ökumanninn.

Ljósmynd/Gísli Reynisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert