DeLorean-tímavél á götum borgarinnar

DMC DeLorean-bíllinn er upprunalegur og hefur verið útbúinn eins og …
DMC DeLorean-bíllinn er upprunalegur og hefur verið útbúinn eins og tímavélin í Back to the Future-myndunum. Ljósmynd/Aðsend

Sportbíll af gerðinni DMC DeLorean hefur vakið mikla athygli á götum Reykjavíkur í vikunni. Sem kunnugt er lék samskonar bíll stórt hlutverk í kvikmyndinni Back to the Future á níunda áratug síðustu aldar en þar var hann notaður til tímaferðalaga. Umræddur bíll hefur einmitt verið sérútbúinn þannig að hann lítur nákvæmlega eins út og bíllinn sem Marty McFly og félagar notuðust við í myndinni. Öll stjórntæki og búnaður eru nákvæm eftirmynd og þau virka alveg eins og í myndinni – nema að þessi bíll hefur ekki enn ferðast um í tíma.

Öll stjórntæki og búnaður eru nákvæm eftirmynd af upprunalega bílnum.
Öll stjórntæki og búnaður eru nákvæm eftirmynd af upprunalega bílnum. Ljósmynd/Aðsend

Þetta er annar DMC DeLorean-bíllinn sem kemur hingað til lands en sá fyrsti með umræddum búnaði. Mbl.is náði tali af eiganda bílsins og sagði hann afar ánægjulegt að sjá hversu mikla gleði það veitti fólki að berja gripinn augum. Hann baðst að öðru leyti undan viðtali og vildi ekki að nafn hans kæmi fram.

Ljósmynd/Aðsend

Saga DMC DeLorean-bílanna hefur löngum þótt forvitnileg. Aðeins voru fram­leidd 8.900 ein­tök af þess­um sér­staka bíl á ár­un­um 1981-1982. Í umfjöllun í Morgunblaðinu fyrir rúmum áratug kom fram að bíll­inn þykir mjög sér­stak­ur í út­liti, sann­kallaður sport­bíll með vængja­h­urðir og aðeins 114 cm á hæð. Hann var smíðaður úr ryðfríu stáli og trefjaplasti og get­ur því ekki ryðgað.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert