Dómi í máli úraræningja ekki áfrýjað

Ákærði játaði brot sín skýlaust og sýndi samstarfsvilja með lögreglu.
Ákærði játaði brot sín skýlaust og sýndi samstarfsvilja með lögreglu. mbl.is/Sigurgeir

Ríkissaksóknari áfrýjaði ekki dómi í máli Pawel Artur Tyminski, en áfrýjunarfresturinn er liðinn.

Þetta staðfesti Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari við mbl.is. 

Dómur stendur því óbreyttur og Tyminski mun afplána fjögurra ára fangelsisdóm fyrir skipulagt rán. Dómurinn var kveðinn upp af Birni Þorvaldssyni héraðsdómara. 

Hótuðu starfsmönnum með leikfangabyssum

Tyminski var sakfelldur fyrir þátttöku sína í skipulögðu ráni á miklum verðmætum frá úra- og skartgripaversluninni Michelsen árið 2011.

Fjórir menn ruddust inn í verslunina með leikfangabyssur og hótuðu starfsfólki verslunarinnar, sem gat ekki greint að um væri að ræða leikfangabyssur.

Ákærði játaði brot sín skýlaust og sýndi samstarfsvilja með lögreglu. 

Varðhald sem Tyminski sætti í Póllandi frá 11. maí til 18. júní 2021, sem og gæsluvarðhald hans á Íslandi, kemur til frádráttar refsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka