Ellefu mál á borði sáttasemjara

Karphúsið.
Karphúsið. mbl.is/Golli

Ellefu deilur eru á borði ríkissáttasemjara í dag samkvæmt upplýsingum frá embættinu, þar af fimm deilur við opinbera viðsemjendur. Annars vegar ræða Lækna-, Ljósmæðra- og Tollvarðafélög Íslands nú við samninganefnd ríkisins og hins vegar Starfsgreinasambandið og fagfélögin við samninganefnd sveitarfélaga. 

Samninganefndir Sameykis og ríkisins undirrituðu nýlega fyrsta kjarasamninginn á opinberum markaði í kjaralotunni. Þá undirrituðu fulltrúar ellefu aðildarfélaga BSRB í kjölfarið samninga sem fela í sér sambærilegar launahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu, þar á meðal fulltrúar Landssambands lögreglumanna, en félagsmenn felldu síðar samninginn í atkvæðagreiðslu.

Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM segir Ljósmæðrafélagið hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara þar sem ákveðnar flækjur séu í þeirra samtali en önnur félög ræða við sína viðsemjendur; ríki, borg og önnur sveitarfélög.

Lítið að gerast hjá ljósmæðrum

Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir ágreininginn snúast um grunnröðun ljósmæðra. Hún segir stofnanirnar vilja lækka ljósmæður áður en starfsþróunarkerfi verði innleitt samkvæmt úrskurði gerðardóms frá 2018. „Ég er ekki tilbúin að lækka grunnröðun ljósmæðra til að innleiða starfsþróunarkerfið. Ég get bara ekki skrifað upp á það.“ 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert