Ný könnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins sýnir að 13% aukning verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum.
Þetta er verulegur viðsnúningur frá sambærilegri könnun sem gerð var í lok síðasta árs. Þá var gert ráð fyrir að 21% samdráttur væri í vændum. Umræddar kannanir eru gerðar meðal verktaka sem byggja íbúðir á eigin reikning en þær þykja hafa haft gott forspárgildi fyrir markaðinn.
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI segir lóðaverð hafa hækkað og gjaldtöku sveitarfélaganna aukist umfram gatnagerðargjöldin en stóra málið sé skortur á framboði lóða.
„Verðið er eitt en hitt er að ekki hefur verið hægt að fá lóðir,“ segir hann.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.