Hiti gæti náð 16 stigum í dag

Kannski ekki mikil sól í dag, en það á að …
Kannski ekki mikil sól í dag, en það á að minnsta kosti ekki að vera mjög kalt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hiti gæti náð 16 stigum um landið suðvestanvert í dag, en jafnframt eru líkur á skúrum síðdegis.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Hægfara lægð suðaustur af landinu stýrir veðrinu í dag. Áttin er norðlæg, víða gola, en strekkingur norðvestanlands. Skýjað og væta af og til á Norður- og Austurlandi, hiti yfirleitt 6 til 11 stig. Bjart með köflum um landið suðvestanvert, en líkur á skúrum síðdegis og getur hiti þar náð 16 stigum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Þá kemur fram að svipað veður verði á morgun og á laugardag, en það dragi úr vindi norðvestan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert