Hrun í sölu rafbíla

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir óhætt að ræða um hrun …
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir óhætt að ræða um hrun í sölu rafbíla. mbl.is/Eyþór

Ný­skrán­ing­ar raf­knú­inna fólks­bíla á Íslandi voru um 76% færri á fyrri hluta árs­ins en á sama tíma­bili í fyrra. Þetta má lesa úr töl­um Sam­göngu­stofu en miðað er við hreina raf­bíla.

Þetta eru mik­il um­skipti milli ára. Árið í fyrra var þannig sögu­legt í sölu raf­bíla á Íslandi en þá seld­ust meðal ann­ars um 3.100 ein­tök af Tesla Model Y. Það var met­sala en fyrra metið var sett árið 1988 þegar rúm­lega 1.200 Toyota Corolla-bif­reiðar voru skráðar. 

Sala bens­ín- og dísil­bíla er nú hins veg­ar að aukast á ný. Þannig seld­ust á fyrri hluta árs­ins 43% fleiri bens­ín­bíl­ar en raf­bíl­ar og 53% fleiri dísil­bíl­ar en raf­bíl­ar. Miðað er við fólks­bíla.

Raf­bíl­um í óhag

Eg­ill Jó­hanns­son, for­stjóri Brim­borg­ar, seg­ir óhætt að ræða um hrun í sölu raf­bíla.

Eg­ill seg­ir sér­tæk­ar aðgerðir stjórn­valda sem sneru að raf­bíl­um hafa dregið úr sölu þeirra og til­tek­ur átta aðgerðir stjórn­valda á síðustu tveim­ur árum sem hafi verið sölu raf­bíla í óhag en sölu bens­ín- og dísil­bíla í hag.

Ýtir und­ir hækk­an­ir

Þá fær­ir hann rök fyr­ir því að minni sala raf­bíla geti óbeint ýtt und­ir notk­un íblönd­un­ar­efna í bens­ín og dísil á næstu árum. Það kunni aft­ur að leiða til hærra eldsneytis­verðs.

„Af því að við erum búin að klúðra orku­skipt­um í vega­sam­göng­um verður að fara íblönd­un­ar­leiðina miklu meira en ella hefði þurft til þess að stjórn­völd nái mark­miðum sín­um í lofts­lags­mál­um. Þannig þarf að blanda bens­ín og dísil al­veg gríðarlega mikið á næstu árum, sem þýðir veru­lega hækk­un á eldsneytis­verði, því þetta eru dýr íblönd­un­ar­efni. Þetta er nokkuð sem stjórn­end­ur fyr­ir­tækja með stóra bíla­flota ættu að huga að,“ seg­ir Eg­ill.

Hægt er að nálg­ast nán­ari um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert