Skoða afturköllun á alþjóðlegri vernd á haustþingi

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Breytingar á útlendingalögum fyrir næsta haustþing eru í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu um þessar mundir og meðal þess sem er til skoðunar er afturköllun á alþjóðlegri vernd, verði flóttamaður sekur um alvarlegan glæp eða ógni þjóðaröryggi í landinu.

Dómsmálaráðuneytið staðfestir þetta í skriflegu svari til mbl.is

Tilefni skoðunarinnar kemur í kjölfar þess að maður stakk tvo menn í versluninni OK Market í mars. Maðurinn, Mohamad Kourani, hefur verið ákærður í málinu og fór fram aðalmeðferð í máli mannsins í gær, þar sem saksóknari fór fram á 6 til 8 ára dóm í málinu.

Langur brotaferill að baki

Kourani kom til landsins árið 2018 frá Sýrlandi með alþjóðlega vernd en samkvæmt heimildum mbl.is hefur maðurinn verið dæmdur í fangelsi hér á landi fyrir skjalafals og verið sakfelldur fyrir fjölmörg brot, þar á meðal valdstjórnarbrot, brot gegn nálgunarbanni, líkamsárás, húsbrot og brot gegn sóttvarnalögum.

Hann hefur staðið í hótunum við fjölda einstaklinga síðan hann kom til landsins, þar á meðal við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 

Horfa til Norðurlandanna 

Í mars sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við blaðamann mbl.is að það væri ekki hægt að vísa manninum úr landi en sagði að atvikið sýndi að breytingar væru nauðsynlegar. 

Þá sagðist hún horfa til Norðurlandana þar sem ákvæði eru til staðar sem heimila afturköllun verndar ef flóttamaður hefur gerst sekur um alvarlegan glæp eða hann ógni þjóðaröryggi landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka