Sýknudómi Kolbeins ekki áfrýjað til Landsréttar

Kolbeinn Sigþórsson var sýknaður í héraði í síðasta mánuði.
Kolbeinn Sigþórsson var sýknaður í héraði í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sýknudómi yfir Kolbeini Sigþórssyni, fyrrum landsliðsmanni í fótbolta, verður ekki áfrýjað til Landsréttar.

Þetta staðfestir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari við mbl.is, en Rúv greindi fyrst frá.

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Kolbein af ákæru um alvarlegt kynferðisbrot gegn banungri stúlku í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert