Klukkan 7.17 í morgun varð skjálfti rétt vestan við Lambafell í Þrengslum að stærð 3,1.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu og að ætla megi að hann hafi einnig fundist í Hveragerði.
„Smá hrina smáskjálfta hófst á þessu svæði í morgun kl. 5.45. Skjálftahrinur eru algengar á þessu svæði,“ segir í tilkynningunni.