Bensínlaust í Staðarskála: Klukkutíma bið

Það stefnir í stóra ferðahelgi enda eru hin ýmsu íþróttamót …
Það stefnir í stóra ferðahelgi enda eru hin ýmsu íþróttamót fram undan. mbl.is/Sigurður Bogi

Eldsneytislaust er í bensínstöð N1 í Staðarskála í Hrútafirði.

Þetta staðfestir starfsmaður bensínstöðvarinnar í samtali við mbl.is sem óskaði eftir því að nafns síns yrði ekki getið.

Staðarskáli er ein mest sótta eldsneytisstöð landsins og bensínleysið ber að einmitt þegar stefnir í mikla ferðahelgi, þar sem N1-mótið í knattspyrnu er haldið á Akureyri.

Uppfært kl. 15.30:

Klukkutími í bílinn

Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, segir í samtali við mbl.is að eldsneytis sé að vænta innan klukkustundar.

Mannleg mistök hjá Olíudreifingu hafi valdið bensínleysinu. Ásta segir að sér þyki það ofboðslega leitt að það hafi bitnað á viðskiptavinum.

„Það er náttúrulega gríðarlega þung ferðahelgi sem er í gangi og þeir [ODR] gleyma sér, fylla ekki nægilega ört á,“ bætir hún við.

„En það er klukkutími í þá. Þeir eru á leiðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert