Bjarni og Kristrún óska Starmer til hamingju

Bjarni og Kristrún hafa óskað Keir Starmer til hamingju með …
Bjarni og Kristrún hafa óskað Keir Starmer til hamingju með forsætisráðherraembættið. AFP/Andy Buchanan/mbl.is/Arnþór/Eyþór

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafa óskað Keir Starmer, nýjum forsætisráðherra Bretlands, til hamingju með nýja starfstitilinn.

„Ég hlakka til að efla langvarandi og jákvætt samband landanna okkar,“ skrifar Bjarni í færslu á Twitter.

Verkefnið að blása Bretum byr í brjóst

Kristrún Frostadóttir óskaði Starmer og Verkamannaflokknum til hamingju með sigurinn á facebook. Með færslunni fylgdi mynd af henni og Starmer.

„Nú er verkefni Starmers og Verkamannaflokksins að blása Bretum aftur von í brjóst eftir áralanga stöðnun. Það verður best gert með áþreifanlegum breytingum sem fólk finnur fyrir í daglegu lífi,“ skrifar Kristrún.

Kristrún deildi mynd af sér og Keir Starmer.
Kristrún deildi mynd af sér og Keir Starmer. Ljósmynd/Facebook

Þá óskaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra nýjum utanríkisráðherra Bretlands, David Lemmy, til hamingju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert