Ekki er að sjá að dregið hafi úr kvikuinnstreymi inn í Svartsengi samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofu Íslands.
Aflögunarmælingar sýna að landris á svæðinu heldur áfram og er það túlkað sem áframhaldandi kvikustreymi.
Enn eru líkur á öðru kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu vikum og mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar í dag.
Frá því að gosinu lauk 22. júní hefur skjálftavirkni við Svartsengi verið mjög lítil og fáir smáskjálftar mælst á hverjum degi.
Líkan byggt á aflögunargögnum sýnir að innstreymi kviku á dýpi hafi að jafnaði verið á bilinu 4-6 m3/s þegar engin gos eru.
Líkanið endurspeglar því ekki heildarmagn kviku inn í kerfið frá nóvember 2023 heldur einungis það magn kviku sem streymir inn í kerfið þegar kerfið er lokað.
Heildarmagn gosefna ásamt rúmmálsbreytingum í Svartsengi bendir til þess að kvikuinnstreymi síðan um miðjan janúar sé nokkuð stöðugt