Fellir niður mál vegna banaslyss á Kjalarnesi

Frá vettvangi. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar og var …
Frá vettvangi. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar og var því fellt niður. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Héraðssak­sókn­ari hef­ur fellt niður mál í tengsl­um við bana­slys á Kjal­ar­nesi sum­arið 2020. Hjón á bif­hjóli fór­ust í slys­inu sem átti sér stað á ný­lögðu og hálu mal­biki sem stóðst ekki kröf­ur Vega­gerðar­inn­ar. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá embætti héraðssak­sókn­ara um niður­fell­ingu máls­ins, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um. Auk hjón­anna missti ökumaður bif­hjóls, sem ekið var næst á eft­ir þeim, stjórn á bif­hjóli sínu með þeim af­leiðing­um að hann hafnaði utan veg­ar og slasaðist nokkuð al­var­lega. 

Þá slasaðist tvennt, öku­menn tveggja annarra bif­hjóla, þegar þau þurftu að setja fæt­urna niður í göt­una, sem kostaði mik­il átök fyr­ir fót- og hand­leggi, í því skyni að ná jafn­vægi og stöðva bif­hjól sem þau óku en bæði náðu þau að nema staðar án þess að falla í göt­una. 

Málið ekki lík­legt til sak­fell­is 

Við rann­sókn máls­ins fengu starfsmaður verk­kaupa, verk­stjóri slit­lagn­ing­ar, eft­ir­litsmaður og deild­ar­stjóri fram­leiðslu­deild­ar hjá fram­leiðanda mal­biks­ins rétt­ar­stöðu sak­born­ings. 

Niðurstaða héraðssak­sókn­ara bygg­ir á rann­sókn­ar­gögn­um máls­ins og lög­um um meðferð saka­mála og seg­ir í til­kynn­ingu um niður­stöðuna að ekki hafi verið talið að þau gögn sem komu fram hafi verið nægi­leg eða lík­leg til sak­fell­is. Því hafi málið verið fellt niður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert