Fordæmisgildi um skyldur og ábyrgð fjölmiðla

Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið en staðfesti skaðabótaskyldu Matvælastofnunar.
Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið en staðfesti skaðabótaskyldu Matvælastofnunar. Samsett mynd

Hæstirétt­ur hef­ur samþykkt að taka fyr­ir mál Rík­is­út­varps­ins ohf., Bali ehf. og Geys­is-Fjár­fest­inga­fé­lags ehf. vegna tjóns sem fé­lög­in telja sig hafa hlotið vegna um­fjöll­un­ar stofn­un­ar­inn­ar um fugla­búið Brúnegg ehf. í Kast­ljósi.

Lands­rétt­ur sýknaði Rík­is­út­varpið af dóm­kröf­um fé­lag­anna en staðfesti skaðabóta­skyldu Mat­væla­stofn­un­ar.

Kast­ljós fjallaði um starf­semi fugla­búa Brúneggja ehf. og fór fé­lagið stuttu eft­ir um­fjöll­un­ina í gjaldþrot. Vilja fé­lög­in meina að þau hafi orðið fyr­ir tjóni vegna um­fjöll­un­ar Rík­is­út­varps­ins en þau voru eig­end­ur þess.

Hæstirétt­ur staðfesti að taka fyr­ir málið meðal ann­ars vegna þess að dóm­ur­inn geti haft for­dæm­is­gildi um skyld­ur og ábyrgð fjöl­miðla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert