Fordæmisgildi um skyldur og ábyrgð fjölmiðla

Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið en staðfesti skaðabótaskyldu Matvælastofnunar.
Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið en staðfesti skaðabótaskyldu Matvælastofnunar. Samsett mynd

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Ríkisútvarpsins ohf., Bali ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. vegna tjóns sem félögin telja sig hafa hlotið vegna umfjöllunar stofnunarinnar um fuglabúið Brúnegg ehf. í Kastljósi.

Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið af dómkröfum félaganna en staðfesti skaðabótaskyldu Matvælastofnunar.

Kastljós fjallaði um starfsemi fuglabúa Brúneggja ehf. og fór félagið stuttu eftir umfjöllunina í gjaldþrot. Vilja félögin meina að þau hafi orðið fyrir tjóni vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins en þau voru eigendur þess.

Hæstiréttur staðfesti að taka fyrir málið meðal annars vegna þess að dómurinn geti haft fordæmisgildi um skyldur og ábyrgð fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert