Ganga upp að Miðfellsegg: Maðurinn enn ófundinn

Birnudalstindur er eitt þeirra fjalla sem liggja upp af Kálfafellsdal. …
Birnudalstindur er eitt þeirra fjalla sem liggja upp af Kálfafellsdal. Leitin stendur yfir á því svæði. Ljósmynd/Þór Kjartansson

Göngumaðurinn sem viðbragðsaðilar leita nú að á Skálafellsjökli gekk líklegast að Miðfellsegg. Maðurinn starfar í ferðaþjónustu á svæðinu.

Eins og fram hefur komið í umfjöllun mbl.is stendur leit yfir að göngu­manni á Skála­fells­jökli í Vatna­jökli.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var ræst út auk björgunarfélags Hornafjarðar. Í henni eru tveir björgunarmenn frá höfuðborgarsvæðinu.

Björgunarsveitir ganga nú frá Kálafellsstað og upp að Miðfellseggi.
Björgunarsveitir ganga nú frá Kálafellsstað og upp að Miðfellseggi. Kort/Map.is

Tveir möguleikar koma til greina

Finnur Smári Torfason, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar, segir í samtali við mbl.is að tveir möguleikar komi hvað helst til greina. 

„Annar er líklegri en hinn. Það er upp frá Kálfafellsstað og upp að Miðfellsegg,“ segir Finnur, sem var einmitt á göngu að Miðfellsegg þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá honum.

„Eða þá að hann hafi farið, sem við teljum ekki eins líklegt, inn í það sem kallast Nautastígur.“

Vinnur í ferðaþjónustu

Maður­inn er tal­inn vera einn á ferð. Finnur segir að göngumaðurinn starfi í ferðaþjónustu á svæðinu.

Aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi sagði við mbl.is fyrr í dag að út­kallið hefði borist um kl. 7 í morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert