Hiti gæti náð 18 stigum á morgun

Björtur verðri er spáð sunnan- og vestantil á morgun.
Björtur verðri er spáð sunnan- og vestantil á morgun. mbl.is/Arnþór

Á morgun er spáð björtu veðri sunnan- og vestantil. Þar gæti hiti náð að 18 stigum þegar best lætur.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Norðlæg átt í dag

Í dag er spáð norðlægri átt. Víða verður gola eða kaldi. Þá verður dálítil súld eða rigning á Norður- og Austurlandi og hiti þar verður á bilinu 5 til 11 stig. Bjart verður með köflum suðvestantil, en líkur eru á stöku skúrum síðdegis. Hiti verður á bilinu 11 til 16 stig.

Á morgun er spáð svipuðu veðri, en sunnan- og vestantil er búist björtu veðri og gæti hiti náð 18 stigum.

„Svipað veður á morgun, en þá dregur úr úrkomu norðan- og austanlands. Bjartviðri sunnan- og vestantil og getur hiti þar náð að 18 stigum þegar best lætur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á sunnudag mun létta til á Norðurlandi.

„Fremur hæg breytileg átt á sunnudag og léttir smám saman til á Norðurlandi, en lítilsháttar væta fyrir austan. Áfram léttskýjað vestanlands og milt í veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert