Hvar verður besta veðrið um helgina?

Tilvalið er að njóta sólarinnar í því milda veðri sem …
Tilvalið er að njóta sólarinnar í því milda veðri sem spáð er um helgina. mbl.is/Arnþór

Bjartviðri er spáð sunnan og vestan til á landinu um helgina en veðrið á að vera sérstaklega gott suðvestan til.

Er því spáð að hiti þar geti náð 20 stigum þegar best lætur.

Þetta má lesa úr spákorti veðurvefs mbl.is.

20 stiga hiti og heiðskírt á sunnudaginn

Milt verður í veðri víða um land um helgina en mildast verður á Suður- og Vesturlandi. Á Hellu er til dæmis spáð að hiti verði á bilinu 7 til 18 stig á morgun og 6 til 19 stig á sunnudaginn.

Svipuðu veðri og á Hellu er spáð við Gullfoss og í Skálholti en á síðarnefnda staðnum er því spáð að hiti nái 20 gráðum um miðjan dag.

Tuttugu gráða hita er spáð í Skálholti á sunnudaginn.
Tuttugu gráða hita er spáð í Skálholti á sunnudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Horfur benda til að á morgun verði víða léttskýjað á Suður- og Vesturlandi en á sunnudaginn fái landsmenn betra tækifæri til að sleikja sólina því þá verði yfirleitt bjart í veðri og heiðskírt í þeim landshlutum.

Versta veðrið fyrir norðaustan og austan

Svalasta veðrinu um helgina er spáð á Norðaustur- og Austurlandi. Þar er að auki spáð lítilsháttar vætu og lítilli sól samanborið við fyrrnefnda landshluta. 

Talið er að hiti á svæðinu nái ekki 15 stigum um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert