Innkalla íslenska kryddsultu

Kryddsultan Beikon og brennivín sem Helvítis ehf. hefur nú innkallað.
Kryddsultan Beikon og brennivín sem Helvítis ehf. hefur nú innkallað. Ljósmynd/Krónan

Helvítis ehf. hefur innkallað kryddsultuna Beikon og Brennivín og varar fólk með óþol eða ofnæmi fyrir fisk eða glúteni við að neyta vörunnar.

Í tilkynningu vegna innköllunarinnar kemur fram að hún sé gerð í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda.

Inniheldur fisk og hveiti

Fram kemur að vegna mistaka hafi kryddsultan ekki verið merkt með innhaldslýsingu tveggja blandaðra innihaldsefna. Þau efni séu Worcestershiresósa, sem inniheldur fisk, og sojasósa, sem inniheldur hveiti og þar af leiðandi glúten.

Er tekið fram að varan sé fullkomlega örugg til neyslu þeirra sem þola fisk og glúten.

Innköllunin varðar eftirfarandi framleiðslulotu kryddsultunnar:

Vöru­heiti: Helvítis Beikon og brennivín kryddsultan

Fram­leiðandi: Helvítis ehf.

Best fyr­ir: 09.04.25 og 10.04.25

Strikanúm­er: 5694110087980

Dreif­ing: Krónan, Melabúðin, Kjötkompaní, Kaupfélag Skagfirðinga, Taste of Iceland, Sælkerabúðin og Kjöthúsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert