Kærir niðurfellingu máls til ríkissaksóknara

Viðbragðsaðilar að störfum á vettvangi slyssins.
Viðbragðsaðilar að störfum á vettvangi slyssins. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Ómar R. Valdi­mars­son, lögmaður dótt­ur manns sem fórst í bif­hjóla­slysi á Kjal­ar­nesi ásamt eig­in­konu sinni fyr­ir fjór­um árum, seg­ir að niður­fell­ing héraðssak­sókn­ara á máli í tengsl­um við bana­slysið verði kærð til rík­is­sak­sókn­ara, enda sé al­gjör­lega óá­sætt­an­legt að eng­inn þurfi að sæta ábyrgð vegna þess sem gerðist.

Slysið varð á ný­lögðu og hálu mal­biki sem stóðst ekki kröf­ur Vega­gerðar­inn­ar. Við rann­sókn máls­ins fengu starfsmaður verk­kaupa, verk­stjóri slit­lagn­ing­ar, eft­ir­litsmaður og deild­ar­stjóri fram­leiðslu­deild­ar hjá fram­leiðanda mal­biks­ins rétt­ar­stöðu sak­born­ings. 

Ekki var talið að þau gögn sem komu fram hafi verið nægi­leg eða lík­leg til sak­fell­is. Því var málið fellt niður.

Kall­ar eft­ir ábyrgð 

„Það er full ástæða til að skjóta mál­inu þangað [til rík­is­sak­sókn­ara] og láta það embætti fara yfir ákvörðun héraðssak­sókn­ara. Hvort það sé virki­lega svo að fólk þurfi ekki að bera ábyrgð á því að hafa ekki valdið störf­um sín­um með þeim hætti að það lát­ist tveir ein­stak­ling­ar sem hefðu alls ekki þurft að deyja hefði rétt verið staðið að mál­un­um,“ seg­ir Ómar.

Ómar R. Valdimarsson.
Ómar R. Valdi­mars­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Einnig seg­ir hann það dap­ur­legt að skjól­stæðing­ur hans hafi eft­ir langa bið eft­ir niður­stöðu frétt af niður­fell­ingu máls­ins í gegn­um til­kynn­ingu á Is­land.is.

Ónær­gætni hafi þarna gætt í kerf­inu og eðli­legra hefði til dæm­is verið að láta lög­mann henn­ar vita, sem hefði getað komið boðunum áleiðis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert