„Kringlan er smá eins og draugabær á vissum parti“

Hermann Hauksson verslunarstjóri Herragarðsins segir verslunina vera í góðu lagi.
Hermann Hauksson verslunarstjóri Herragarðsins segir verslunina vera í góðu lagi. mbl.is/Eyþór

Hermann Hauksson verslunarstjóri Herragarðsins segir í samtali við mbl.is að Herragarðurinn sé í mjög góðu standi eftir eldsvoðann sem kom upp í Kringlunni í síðasta mánuði. Minni umferð viðskiptavina sé þó eftir brunann.

„Maður finnur fyrir minni traffík, eðlilega, það eru margar búðir hérna lokaðar og Kringlan er smá eins og draugabær á vissum parti,“ segir Hermann spurður hvernig aðsókn viðskiptavina sé. Hann bætir við að þrátt fyrir færri viðskiptavini séu sölutölur góðar og viðskiptavinir ánægðir. 

Trúir að Kringlan komi sterkari til baka

Hermann lýsir góðu viðhorfi meðal viðskiptavina og verslunareigenda. „Það finna allir til með Kringlunni og þeim verslunareigendum sem lentu í þessu, það er góð menning hérna,“ segir hann. 

„Kringlan kemur bara sterkari til baka,“ segir Hermann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert