Leita að göngumanni á Skálafellsjökli

Birnudalstindur er eitt þeirra fjalla sem liggja upp af Kálfafellsdal. …
Birnudalstindur er eitt þeirra fjalla sem liggja upp af Kálfafellsdal. Leitin stendur yfir á því svæði. Ljósmynd/Þór Kjartansson

Leit er hafin að göngumanni á Skálafellsjökli í Vatnajökli. Þyrla landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út.

„Þetta er göngumaður sem einhvern aðstandanda var farinn að lengja eftir,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Hann staðfestir að tveir björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu hefðu verið sendir með þyrlunni. Björgunarfélag Hornafjarðar hefur einnig verið ræst út.

Skálafellsjökull gengur til suðausturs úr Vatnajökli.
Skálafellsjökull gengur til suðausturs úr Vatnajökli. map.is

Talinn vera einn á ferð

Jón segir að leitað verði við Kálfafellsdal og fjöllin í nágrenni þess. „Þetta er ekki inni á jökli en svona jökulbrúnin,“ segir Jón Þór.

Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, segir í samtali við mbl.is að maðurinn sé talinn vera einn á ferð.

Þorsteinn segir að útkallið hafi borist um kl. 7 í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert