Meðferð nauðgunarmáls gæti hafa verið ábótavant

Úr dómsal í dómshúsi Hæstaréttar Íslands.
Úr dómsal í dómshúsi Hæstaréttar Íslands. mbl.is/Oddur

Hæstiréttur mun taka fyrir mál Inga Vals Davíðssonar sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa nauðgað stjúpdóttur æskuvinar síns.

Ingi Valur telur að málsmeðferð Landsréttar hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum.

Hæstiréttur segir í málskotsbeiðninni að ætla megi að málsmeðferð fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Ástæða þess sé sú að tvö vitni voru leidd fyrir réttinn sem ekki komu fyrir héraðsdóm en Landsréttur hafi ekki lagt mat á sönnunargildi framburðar þeirra né hvernig hann samrýmdist framburði Inga Vals og annarra vitna.

Ingi Valur vill meina að vitnisburður þessara tveggja vitna hafi grundvallarþýðingu fyrir málið og hefði átt að leiða til sýknu hans.

Stúlkan sextán ára gömul

mbl.is hefur flutt fréttir af málinu en Ingi Val­ur var ákærður 5. janú­ar 2023, þá þrjá­tíu og níu ára að aldri, fyr­ir að hafa nauðgað stúlku á heim­ili hans í októ­ber árið 2021.

Var nauðgun­inni lýst í ákær­unni sem svo að Ingi Val­ur hefði dregið niður um stúlk­una bux­urn­ar og haft við hana sam­ræði gegn vilja henn­ar og þrátt fyr­ir að hún hafi ít­rekað látið hann vita að hún vildi þetta ekki og beðið hann um að stoppa.

Stúlk­an lýsti því fyr­ir Lands­rétti að Ingi Val­ur hefði tekið að snerta læri henn­ar inni í svefn­her­berg­inu á heim­ili hans um­rædda nótt og hún ít­rekað sagt nei við hann og að hún vildi þetta ekki. Hún hefði reynt að öskra en ekki komið upp neinu hljóði og frosið þegar Ingi Val­ur dró niður um hana bux­urn­ar.

Þegar at­vikið átti sér stað var stúlk­an sex­tán ára göm­ul og Ingi Val­ur þrjá­tíu og sjö ára en hann var æsku­vin­ur stjúp­föður stúlk­unn­ar og tíður gest­ur á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert