Sjö hermenn tóku með sér tamda gæs

Verkefni lögreglunnar eru af ýmsum toga.
Verkefni lögreglunnar eru af ýmsum toga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjar upp gamla skýrslu lögreglumannsins Pálma Jónssonar í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en Pálmi starfaði í lögreglunni í Reykjavík um árabil.

Í skýrslunni sem er skrifuð í nóvember 1940 segir frá tamdri gæs sem hvarf á Seltjarnarnesi árið 1940.

„Föstudaginn 8/11 1940 kl. 07.45 var símað á lögreglustöðina frá Bjargi á Seltjarnarnesi og tilkynnt að þangað hefðu komið 7 hermenn og tekið þar eina tamda gæs og haft hana á burtu með sér.

Ég undirritaður fór að sinna þessu ásamt lögregluþjóni nr. 19 og enskum lögregluþjóni. Við leituðum að mönnunum en fundur þá ekki og heldur ekki gæsina.“

Reykjavík, 8/11. 1940

Pálmi Jónsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka