Skjálftahrina sem mun fjara út

Yfir 20 jarðskjálftar hafa mælst við Lambafell í Þrengslum frá …
Yfir 20 jarðskjálftar hafa mælst við Lambafell í Þrengslum frá því eldsnemma í morgun. mbl.is/Sigurður Bogi

Yfir 20 jarðskjálftar hafa mælst við Lambafell í Þrengslum frá því eldsnemma í morgun og klukkan 7.17 varð skjálfti af stærðinni 3,1 rétt vestan Lambafells.

„Hrinur á þessu svæði eru algengar og síðast í aprílmánuði kom hrina. Þetta hafa flest allt verið litlir skjálftar nema þessi sem mældist yfir þrjá að stærð,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Hún segir að skjálftana megi rekja til hreyfinga á flekum og það sé algengt á þessu svæði. Lovísa segir að starfsfólk Veðurtofunnar hafi fundið fyrir stærsta skjálftanum og þá hafi borist tilkynning frá fólki í Fossvogi sem fann fyrir honum. Hún segir að eflaust hafi fólk í Hveragerði og nágreni fundið fyrir skjálftanum.

„Það komu nokkrir smáskjálftar í kjölfar þess stærsta en ég reikna með að þessi skjálftahrina fjari hægt og rólega út,“ segir Lovísa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert