Skjálfti upp á 3,4 við Eldey

Skjálftin mældist kl. 12.20.
Skjálftin mældist kl. 12.20. Ljósmynd/Páll Stefánsson

Sjálfti 3,4 að stærð varð fyrir skömmu á Reykjaneshrygg, nánar tiltekið um 90 km suðvestur af Reykjanestá.

Skjálftinn mældist kl. 12.20. Náttúruvársérfræðingur segir að skjálftar af þessari stærð séu algengir á þessum slóðum.

„Við fáum nú oft svona skjálfta úti á Reykjaneshrygg,“ seg­ir Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Skjálftinn við Eldeyjarborða varð um kl. 12.20 í dag. Annar …
Skjálftinn við Eldeyjarborða varð um kl. 12.20 í dag. Annar skjálfti upp á 3,1 varð upp úr kl. 7 í morgun við Lambafell. Kort/Map.is

Engin tengsl við Grindavík

Hún segir að síðasti skjálfti yfir 3 að stærð hafi mælst þann 16. maí. Sá var af stærðinni 3,5.

„Þetta hefur engin tengsl við jarðhræringar við Grindavík,“ svarar Salóme aðspurð.

Þá segir hún heldur engin tengsl vera milli þessa skjálfta og skjálftans sem mældist upp á 3,1 við Lambafell í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert