Þyngra en tárum taki

Á annað hundrað hafa misst vinnuna á Akranesi síðustu daga.
Á annað hundrað hafa misst vinnuna á Akranesi síðustu daga. mbl.is/Sigurður Bogi

„Vonandi verða fundnir nýir eigendur að þessari starfsemi og ef það er eitthvað sem Akraneskaupstaður getur gert til að liðka fyrir því, þá látum við einskis ófreistað í þeim efnum,“ segir Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar í samtali við Morgunblaðið.

Á annað hundrað manns hafa misst vinnuna síðustu daga á Akranesi og tók steininn úr þegar Skaginn 3X óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í fyrradag og munu því 128 starfsmenn fyrirtækisins missa vinnuna.

N1 hefur einnig sagt upp öllu starfsfólki Skútunnar, sem það á og rekur á Akranesi.

Vilja fund með skiptastjóranum

Haraldur segir að bæjaryfirvöld muni reyna að ná fundi sem fyrst við skiptastjóra Skagans 3X. „Fyrst og fremst er að varðveita þennan mannskap því að þekkingin liggur í mannskapnum, ekki slípirokkunum sem þarna eru,“ segir hann.

„Þetta er þyngra en tárum taki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, um stöðuna.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert