Tildrög bifhjólaslyssins ekki alveg ljós

Frá slysstað í gær.
Frá slysstað í gær. Ljósmynd/Gísli Reynisson

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að rannsókn umferðarslyssins sem varð nálægt Gígjukvísl á Skeiðarársandi í gær standi enn yfir.

Ökumaður bifhjóls féll af því og hafnaði utan vegar. Hann var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Sveinn segir í samtali við mbl.is að tildrög slyssins séu ekki alveg ljós. Hann segir að aðstæður á vettvangi þar sem slysið varð hafi verið nokkuð þokkalegar.

Hann kveðst ekki hafa fengið nýjar upplýsingar í morgun um líðan bifhjólamannsins en hann er mikið slasaður að sögn Sveins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert