Aðgerðum sérsveitar lokið: Tveir handteknir

Aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi er lokið.
Aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi er lokið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi og sérsveitar ríkislögreglustjóra í Rangárþingi ytra er lokið en tveir hafa verið færðir í hald lögreglu í tengslum við málið. Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Greint var frá því fyrr í dag að sérsveitin hafi verið kölluð út til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi í aðgerðum í Rangárþingi ytra.

Staðfesta ágreining landeigenda

Í frétt Vísis um málið kemur fram að útkallið hafi verið á Hala í Hálsahverfi en haft er eftir bónda á Þykkvabæ að ábúendur á Hala hafi skotið að gröfumanni sem var við vinnu við jarðarmörk lóðanna.

Sagði hann málið tengjast deilum yfir landareign en lögreglan hefur staðfest við mbl.is að málið varði ágreining milli landeiganda. Lögreglan á Suðurlandi birti nýverið færslu á facebook um málið.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert