Allt að 40% færri gistu á tjaldstæðum

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Rekstraraðilar tjaldsvæða á Norður- og Austurlandi segja aðsókn á svæðunum hafa verið minni í júní miðað við síðasta ár. Telja þeir skýringuna helst vera veðrið, sem var ekki með besta móti framan af mánuðinum. Færri sóttu tjaldsvæði á Vesturlandi heim í júní en á Suðurlandi var nóg að gera í þessum fyrsta eiginlega sumarmánuði.

Minni umferð var líka um báða landshlutana en í samantekt Vegagerðarinnar kemur fram að mesti samdrátturinn milli ára hafi verið á Austurlandi, þar sem umferð dróst saman um 15,5%. Á Norðurlandi dróst umferð saman um 12% milli ára.

Umferðin á Hringveginum dróst alls saman um 1,4% í júní mánuði, en notast var við mælingar 16 lykilteljara Vegagerðarinnar. Tölur frá Ferðamálastofu um fjölda brottfara erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll liggja ekki enn fyrir.

Rætt er við forsvarsmenn tjaldsvæða á Austurlandi í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert