Eldur kom upp á veitingastað í Ármúla

Engir gestir voru viðstaddir þegar slökkviliðið bar að garði.
Engir gestir voru viðstaddir þegar slökkviliðið bar að garði. mbl.is/Eyþór

Slökkviliðinu barst til­kynn­ing um eld sem kom upp á veit­ingastað í Ármúla um tíu­leytið í kvöld. 

Þetta staðfest­ir varðstjóri slökkviliðsins í sam­tali við mbl.is.

Það tók stutt­an tíma að slökkva eld­inn að hans sögn og býst hann við því að reykræst­ingu ljúki á næst­unni. Aðspurður gat hann ekki sagt til um tjón á veit­ingastaðnum en að eng­ir gest­ir hafi verið þegar slökkviliðið bar að garði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert