Gæðum veðursins misskipt milli landshluta um helgina

„Gæðum veðursins er nokkuð misskipt milli landshluta þessa helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Vindur verður yfirleitt norðlægur og á bilinu 3-8 m/s.

Sunnan- og vestantil verður léttskýjað og hiti 12 til 19 stig, en fyrir norðan og austan er skýjað og dálítil súld og hiti á bilinu 5 til 12 stig.

Seint á morgun og annað kvöld snýst í vestlæga átt og þá léttir til norðan- og austanlands.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert